Category: Uncategorised

Fjölgaðu tækifærunum – lærðu Evrópurétt

Af hverju ættu íslenskir laganemar að leggja áherslu á Evrópurétt í námi sínu? Lagadeildir háskólanna á Íslandi í samstarfi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), standa fyrir fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 10. febrúar 2016 kl. 14:00-14:30 í stofu M103 (dómsalnum). Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA, fjallar um tækifæri sem felast í EES samningnum (nám, starfsnám og… Read more »

Málflutningskeppni Lögréttu 2016

Málflutningskeppni Lögréttu í samstarfi við Fyrir hönd stefnanda, Björn Bæringsson: Bogi Agnar Gunnarsson Halldór Ingi Blöndal Kristinn Ásgeir Gylfason Þeim til aðstoðar er Gunnar Sturluson hrl. hjá LOGOS. Fyrir hönd stefnda, Júlíus Þór Valsson: Alexandra Arnarsdóttir Ásta Margrét Eiríksdóttir Harpa Erlendsdóttir Þeim til aðstoðar er Heiðar Ásberg Atlason hrl. hjá LOGOS. KEPPNIN: Atvikalýsing lögð fram… Read more »

Málflutningsnámskeið Lögréttu

Málfundafélag Lögréttu stóð fyrir glæsilegu málflutningsnámskeiði í síðustu viku, 26. og 28. janúar. Vel tókst til, einstaklega fróðlegt og skemmtilegt. Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. og LL.M. sem er einn af eigendum Réttar lögmannsstofu og Fanney Hrund Hilmarsdóttir hdl. einnig af Rétti lögmannsstofu mættu þann 26. Janúar og sögðu frá reynslu sinni af málflutningi, gáfu ráðleggingar… Read more »

Nýárspartý Lögréttu

Nýárspartý Lögréttu var haldið með pompi og prakt laugardaginn 23. janúar. Glæsilegar veitingar voru í boði en matseðillinn innihélt m.a. djúpsteiktar rækjur orlý með sætri chilisósu, satay kjúklingaspjót með hnetu ídýfu, steiktar pylsur með BBQ og sætu sinnepi, ítalskar kjötbollur og penne pasta í tómat sósu með basil og parmesan, heimalagaðar vorrúllur með soja sósu,… Read more »

Lög barnanna – fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR var 17.október frá kl. 11-14 í HR. Ýmsar þrautir tengdar deildum skólans voru í boði, Sirkus Íslands var með skemmtiatriði og pylsur voru í boði Stúdentafélagsins fyrir gesti, gangandi og skríðandi. Börnin fengu tækifæri til að klæðast lögmannskikkjum og koma að lagasetningu en laganemar aðstoðuðu börnin að búa til „lög barnanna“. Hvert og eitt… Read more »

1. tölublað. 11. árgangs Tímarits Lögréttu

1. tölublað 11. árgangs Tímarits Lögréttu kom út í byrjun október. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um tjáningarfrelsið og hatursorðræðu bæði greinar og viðtöl. Tjáningarfrelsi hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár og þá sér í lagi vegna þeirra óskýru marka sem liggja milli friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Í blaðinu er ýmsum sjónarmiðum velt upp… Read more »

Humarhátið Lögréttu

Upphitun og kynning fyrir Humarhátíðina var haldin 1. október í hádegishléinu þar sem meðlimum Lögréttu var boðið í pizza veislu Dominos. Þemað í ár var Great Gatsby. Hin árlega Humarhátíð Lögréttu var haldin hátíðleg með pompi og prakti þann 9. október sl. Um 100 kátir laganemar fóru með rútum frá HR kl. 18:00 og við… Read more »

Málfundur

Fyrsti málfundur á vegum Málfundarfélagsins var haldinn þann 24. september sl. og gekk framar vonum, um 60 manns mættu, þar á meðal voru fyrrverandi Hæstaréttardómarar, héraðsdómarar, lögmenn og fleiri aðilar úr atvinnulífinu. Framsögumenn voru Pétur Einarsson fyrrverandi forstjóri Straums hf., Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson hdl. Fundarstjóri var Hallgrímur Ásgeirsson yfirlögfræðingur… Read more »

Lögréttuleikar

Föstudaginn 4. september sl. byrjuðu laganemar á því að fara í vísindaferð í Ölgerðina. Svo var ferðinni heitið á Lögréttuleikana 2015, en þeir eru undankeppni fyrir Ólympíuleika HR. Á Lögréttuleikunum var árlega ræðukeppnin á sínum stað, en hún var ekki eins formleg og sl. ár og gátu allir tekið þátt. Umræðuefnin voru dregin á staðnum… Read more »

Ólympíuleikar HR

Ólympíuleikar HR voru haldnir dagana 23., 24. og 25. september og snúast þeir að nemendafélög HR keppa sín á milli í allskonar (mis)gáfulegum keppnum, t.d. kappáti, limbó, fótbolta, strandkubb, sjósundi, reipitogi, stinger og flip-a-cup. Eitt nemendafélag stendur uppi sem sigurvegari, fær að verðlaunum glæsilegan bikar, ódauðlegan heiður og skráir nafn sitt á spjald sögunnar. Nemendafélag… Read more »