Lögfræðiþjónusta Lögréttu í samstarfi við KPMG veitti einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við skattframtöl sunnudaginn 13. mars sl. milli kl. 13:00-17:00 en skil á skattframtali einstaklinga er til 15. mars.

Til þess að nýta sér þjónustuna þurfti að hafa meðferðis:
* Lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka
* Veflykil inn á rsk.is
* Verktakamiða síðasta árs (ef við á)

Dagurinn var gríðarlega vel heppnaður en líkt og í fyrra mætti Agnieszka Nar-Czu og túlkaði á pólsku fyrir þá sem þurftu. 

 

skatta