Kæri HR-ingur!

Um þónokkra tíð hefur Alumni félag lagadeildar Háskólans í Reykjavík verið starfandi. En það er félagsskapur útskrifaðra lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Tilgangur félagsins er meðal annars að leiða saman útskrifaða lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík og þá laganema sem útskrifast hverju sinni.

Af því tilefni boðar félagið til samfundar og kokteilboðs miðvikudaginn 18. maí n.k. frá kl. 17-19 Í Tunglinu í Opna Háskólanum fyrir útskrifaða lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík, laganema sem hyggja á útskrift í vor (ML útskrift) sem og kennara lagadeildar. Þar gefst útskrifuðum lögfræðingum og tilvonandi Alumni félögum m.a. tækifæri til þess að hittast og spjalla saman.

Þér er hér með boðið til samfundarins.

Við hvetjum sem flesta til þess að mæta og nýta tækifærið til að bæði kynnast starfandi lögfræðingum sem og þeim sem nú stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaðnum.

 

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Myschool, en við hvetjum útskriftarnemendur sérstaklega til þess að mæta.