Í gær þann 26. maí bauð Lögrétta til opins hádegisfundar með forsetaframbjóðendum til embættis forseta Íslands. Efni fundarins var stjórnarskrá Íslands þar sem hver frambjóðandi fékk fimm mínútur til að kynna sín sjónarmið og hugmyndir um stjórnarskrána.

Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist einstaklega vel. Stofa M105 var þétt setin og þegar best lét fylgdust rúmlega 800 manns með beinni vefútsendingu fundarins á visir.is.

Stjórn Lögréttu þakkar öllum þeim sem fylgdust með fundinum og sérstakar þakkir fá forsetaframbjóðendurnir fyrir að gera fundinn að veruleika. Fyrir áhugasama sem misstu af fundinum er hægt að sjá hann á eftirfarandi vefslóð: http://livestream.com/ru/forsetakosningar2016

Fyrir hönd stjórnar Lögréttu,
Baldvin Már Kristjánsson.

HR-forseta-frambjod-TB14 HR-forseta-frambjod-TB41 HR-forseta-frambjod-TB72

 

HR-forseta-frambjod-TB61 HR-forseta-frambjod-TB26