Árshátíð HR var haldin hátíðleg þann 5. mars sl. í Vodafonehöllinni.
Þema kvöldsins var Old Hollywood og veislustjórar Auddi og Steindi Jr.

Frikki Dór tróð upp og lék Stuðlabandið fyrir dansi. Veisluþjónusta Lauga-ás sá um matinn en matseðilinn samanstóð af fordrykk, basilkrydduðu lambafillet með skógarsveppakremsósu, ristuðu rótargrænmeti með basilolíu og timiankrydduðum kartöflum.

Einnig var boðið upp á kókoskryddaða hnetusteik með tómat basilsósu, ristuðu rótargrænmeti og cumin sætum kartöflum fyrir þá sem kusu það heldur. Í eftirrétt var svo guðdómleg kaka með súkkulaði og hindberjamús.

Kvöldið var gríðarlega vel heppnað og mikið dansað! HR Musical var á sínum stað en sigurliðið í ár var Markaðsráð, Pragma var í öðru sæti og Lögrétta í því þriðja.

Myndböndin frá öllum deildum má sjá hér að neðan.