Author: Erna Sigurðardóttir

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Lögréttur var haldinn þriðjudaginn 17. maí í stofu M103 kl. 17:00. Dagskrá fundarins var eftirfarandi: 1. Stjórn félagsins gerði grein fyrir störfum sínum 2. Stjórn félagsins lagði fram reikninga félagsins 3. Lagabreytingar 4. Ný stjórn tók við 5. Önnur mál Hér er að finna upplýsingar um lið 3 og 4. Lagabreytingar: Eftirfarandi lagabreytingar voru… Read more »

Útskriftarnemendum ML boðið í kokteil Alumni félags lagadeildar Háskólans í Reykjavík

Kæri HR-ingur! Um þónokkra tíð hefur Alumni félag lagadeildar Háskólans í Reykjavík verið starfandi. En það er félagsskapur útskrifaðra lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Tilgangur félagsins er meðal annars að leiða saman útskrifaða lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík og þá laganema sem útskrifast hverju sinni. Af því tilefni boðar félagið til samfundar og kokteilboðs miðvikudaginn… Read more »

Málflutningslið HR – Fjáröflun fyrir Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot

Málflutningsteymi Háskólans í Reykjavík, sem samanstendur af sex laganemum, vinnur nú hörðum höndum við undirbúning fyrir Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot, málflutningskeppni á sviði gerðardómsréttar og alþjóðlegra lausafjárkaupa. Um er að ræða eina stærstu málflutningskeppni heims sem haldin er í Vínarborg frá 17. til 25. mars n.k. en í ár taka 333 háskólar… Read more »

Kosningar 2016

Framboð 2016 Formaður Ég býð mig fram til embættis formanns Lögréttu. Ég tel mig búa yfir kostum svo sem stundvísi, dugnaði og áræðni, sem geta nýst vel til við að gæta hagsmuna og velferðar laganema sem er einn mikilvægasti tilgangur lögréttu og mun ég beita mér hvívetna til að ná þeim markmiðum fram. Undanfarið ár… Read more »

Fjölgaðu tækifærunum – lærðu Evrópurétt

Af hverju ættu íslenskir laganemar að leggja áherslu á Evrópurétt í námi sínu? Lagadeildir háskólanna á Íslandi í samstarfi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), standa fyrir fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 10. febrúar 2016 kl. 14:00-14:30 í stofu M103 (dómsalnum). Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA, fjallar um tækifæri sem felast í EES samningnum (nám, starfsnám og… Read more »

Málflutningskeppni Lögréttu 2016

Málflutningskeppni Lögréttu í samstarfi við Fyrir hönd stefnanda, Björn Bæringsson: Bogi Agnar Gunnarsson Halldór Ingi Blöndal Kristinn Ásgeir Gylfason Þeim til aðstoðar er Gunnar Sturluson hrl. hjá LOGOS. Fyrir hönd stefnda, Júlíus Þór Valsson: Alexandra Arnarsdóttir Ásta Margrét Eiríksdóttir Harpa Erlendsdóttir Þeim til aðstoðar er Heiðar Ásberg Atlason hrl. hjá LOGOS. KEPPNIN: Atvikalýsing lögð fram… Read more »

Lög barnanna – fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR var 17.október frá kl. 11-14 í HR. Ýmsar þrautir tengdar deildum skólans voru í boði, Sirkus Íslands var með skemmtiatriði og pylsur voru í boði Stúdentafélagsins fyrir gesti, gangandi og skríðandi. Börnin fengu tækifæri til að klæðast lögmannskikkjum og koma að lagasetningu en laganemar aðstoðuðu börnin að búa til „lög barnanna“. Hvert og eitt… Read more »

1. tölublað. 11. árgangs Tímarits Lögréttu

1. tölublað 11. árgangs Tímarits Lögréttu kom út í byrjun október. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um tjáningarfrelsið og hatursorðræðu bæði greinar og viðtöl. Tjáningarfrelsi hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár og þá sér í lagi vegna þeirra óskýru marka sem liggja milli friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Í blaðinu er ýmsum sjónarmiðum velt upp… Read more »