Árshátíð Lögréttu var haldin hátíðleg þann 15. október sl. á Blik Bistro&Grill. Veislustjóri kvöldsins var Stéfan A. Svenson sem vakti mikla lukku á meðal laganema. Ari Eldjárn kom og skemmti nemendum og kennurum lagadeildarinnar, ClubDub hélt uppi stuðinu en Dj Dóra Júlía spilaði þar til síðustu gestir fóru út.

Árshátíðin var einstaklega vel heppnuð og mikið dansað!

Lögrétta þakkar styrktaraðilum kvöldsins sem voru eftirfarandi; Lagastoð, BBA/FJELDCO, Magna lögmenn, Logos, Advel lögmenn og Rentaparty. 

Myndir frá kvöldinu má sjá á facebook-síðu Lögréttu: https://www.facebook.com/logretta/

Bestu kveðjur,

Stjórn Lögréttu