Category: Uncategorised

Lögrétta vs. Orator 2025 (Málmurinn heim!)

Hinn árlegi Lögréttu vs. Orator dagur fór fram með glæsibrag þann 7. mars síðastliðinn. Dagskráin var stútfull af spennandi keppnum og viðburðum. Keppnin hófst með fótboltaleik þar sem Lögrétta hafði betur og tryggði sér fyrstu stig dagsins. Næst var komið að brenniboltanum, þar sem lið Orators tók stig til baka. Að loknum fyrri hluta dags… Read more »

Skattadagur Lögréttu 2025

Lögfræðiþjónusta Lögréttu hélt hinn árlega Skattadag þann 9. mars sl. Viðburðurinn, sem hefur fest sig í sessi sem mikilvægur liður í samfélagsþjónustu laganema, bauð upp á endurgjaldslausa aðstoð við skil á skattframtölum frá kl. 10 til 15. Aðsóknin var afar mikil og tóku aðstoðarmenn dagsins dýrmæta reynslu sem mun án efa nýtast þeim í framtíðinni…. Read more »

London ferð Lögréttu 2025

Ferð Lögréttu til London fór fram með glæsibrag dagana 27. febrúar til 2. mars síðastliðinn. Ferðin var afar vel heppnuð og bauð upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Einn af hápunktum ferðarinnar var heimsókn okkar til íslenska sendiráðsins, þar sem þátttakendur fengu innsýn í starfsemi þess og mikilvægi sendiráðsins fyrir Íslendinga erlendis. Auk þess voru… Read more »

Tímarit Lögréttu – Árgangur 19 (2024)

Árgangur 19. af Tímariti Lögréttu hefur verið gefin út. Greinar tímaritsins eru eftirfarandi: Gæsluvarðhald útlendinga eftir Sindra M. Stephensen Skilyrði miskabóta skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 eftir dr. Guðmund Sigurðsson Tilkynningarregla stjórnsýslulaga eftir dr. Hafstein Dan Kristjánsson Fjárhæð miskabóta eftir dr. Guðmund Sigurðsson Takmarkanir á meðferð innherjaupplýsinga á heildsöluorkumarkaði við innleiðingu REMIT eftir dr…. Read more »

Árshátíð Lögréttu 2024

Árshátíð Lögréttu árið 2024 var haldin 2. nóvember sl. Hátíðin var haldin í sal Gamla Bíós og var skipulagið þétt. Sérstakar þakkir fá þau Stefán A. Svensson, Hulda María Stefánsdóttir og Margrét Einarsdóttir fyrir komu sína og frábæra veislustjórnun. Sannkallaður hápunktur kvöldsins! Aron Can kom einnig upp á svið og tók nokkra hittara til að… Read more »

Málþing Lögréttu – Tjáningafrelsi opinberra starfsmanna

Blásið var til málþings um tjáningafrelsi opinberra starfsmanna þann 15. október sl. Framsögumenn voru Hafsteinn Dan Kristjánsson prófessor, Flóki Ásgeirsson hrl. og Oddur Þorri Vigarsson lögfr. UA. Fundarstjóri var Margrét Einarsdóttir prófessor. Lögrétta þakkar fyrir skemmtilegar framsögur og áhugaverðar umræður.

Stjórn Lögréttu 2024 – 2025

Stjórn Lögréttu 2024-2025 Fromaður: Óskar Freyr Jóhannsson Varaformaður: Helena Ósk Einarsdóttir Gjaldkeri: Assa Ólafsdóttir Formaður skemmtinefndar: Marvin Logi Nindel Haraldsson Formaður málfundafélags: Einar Freyr Guðmundsson Útgáfustjóri Tímarits Lögréttu: Þórður Skúli Björgvinsson

Vísindaferð til LOGOS lögmannsstofu í London

Þann 12. febrúar sl. stóð Lögrétta fyrir vísindaferð til LOGOS lögmannsstofu í London. Vísindaferðin var einstaklega vel heppnuð og afar góð mæting hjá meðlimum Lögréttu. Lögrétta þakkar LOGOS og meðlimum sínum kærlega fyrir glæsilega vísindaferð! Myndir frá kvöldinu má sjá á instagram-síðu Lögréttu: https://www.instagram.com/logrettahr/ Kær kveðja, Stjórn Lögréttu

Árshátíð Lögréttu – takk fyrir kvöldið!

Árshátíð Lögréttu var haldin hátíðleg þann 15. október sl. á Blik Bistro&Grill. Veislustjóri kvöldsins var Stéfan A. Svenson sem vakti mikla lukku á meðal laganema. Ari Eldjárn kom og skemmti nemendum og kennurum lagadeildarinnar, ClubDub hélt uppi stuðinu en Dj Dóra Júlía spilaði þar til síðustu gestir fóru út. Árshátíðin var einstaklega vel heppnuð og mikið… Read more »