Ólympíuleikar HR voru haldnir dagana 23., 24. og 25. september og snúast þeir að nemendafélög HR keppa sín á milli í allskonar (mis)gáfulegum keppnum, t.d. kappáti, limbó, fótbolta, strandkubb, sjósundi, reipitogi, stinger og flip-a-cup. Eitt nemendafélag stendur uppi sem sigurvegari, fær að verðlaunum glæsilegan bikar, ódauðlegan heiður og skráir nafn sitt á spjald sögunnar.
Nemendafélag tölvunarfræðideildar HR, Tvíund, sigraði Ólympíuleikana með glæsibrag og luku þau keppni með 25 stig. Atlas var í 2.sæti með 23 stig og Pragma í 3.sæti með 17 stig.
Lögrétta lenti því miður í síðasta sæti yfir heildina en komst í úrslit bæði í kubb og fifa og náði þriðja sæti í GoMobile þrautinni. Það var einnig æsispennandi þegar Lögrétta vann Atlas í Fifa, og fögnuðu öll önnur nemendafélög.
Lögrétta landaði 3ja sætinu í foosball og strandblaki.
Þrátt fyrir lélegan heildarárangur var þetta þó bæting frá því í fyrra, en í heildina fékk félagið 5 stig í ár.