Nýárspartý Lögréttu var haldið með pompi og prakt laugardaginn 23. janúar. Glæsilegar veitingar voru í boði en matseðillinn innihélt m.a. djúpsteiktar rækjur orlý með sætri chilisósu, satay kjúklingaspjót með hnetu ídýfu, steiktar pylsur með BBQ og sætu sinnepi, ítalskar kjötbollur og penne pasta í tómat sósu með basil og parmesan, heimalagaðar vorrúllur með soja sósu, pulled pork í mini hamborgarabrauði með dijon sinnepi, súrdeigbrauðs samloku með pestó, beikon, salati og camemert, bruschettur með bökuðum tómat, pestó, pepperoni og parmesan, osta, ávexti, kókostoppa og súkkulaði-döðluköku með karamellukremi!

Dagskrá kvöldsins var eftirfarandi:

Húsið opnar: 19:30

Barinn opnar: 20:00

Ingó veðurguð: 20:30

DJ: 22:00

Barinn:

Boðið er upp á G&T eða mojito á barnum gegn framvísun miðans

Annað í boði Lögréttu á barnum: • Hvítvín • Rauðvín • Stella Artois • Rekordelig cider

Nemendur og kennarar skemmtu sér mjög vel en Ingó veðurguð hélt uppi stuðinu fram eftir kvöldi en DJ-inn spilaði þar til síðustu gestir fóru út.

Myndir frá kvöldinu má sjá á facebook-síðu Lögréttu: https://www.facebook.com/logretta/