Fyrsti málfundur á vegum Málfundarfélagsins var haldinn þann 24. september sl. og gekk framar vonum, um 60 manns mættu, þar á meðal voru fyrrverandi Hæstaréttardómarar, héraðsdómarar, lögmenn og fleiri aðilar úr atvinnulífinu.
Framsögumenn voru Pétur Einarsson fyrrverandi forstjóri Straums hf., Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson hdl.
Fundarstjóri var Hallgrímur Ásgeirsson yfirlögfræðingur Landsbankans hf. og kennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Pétur talaði um þróun gengislána og hver munurinn hafi verið á þeim innan bankanna, Sigríður fór yfir nýlega dómaframkvæmd Hæstaréttar, þversagnir og álitamál.
Páll rak málsástæður í málum sem eru nú rekin fyrir dómi.
Boðið var upp á veglegar veitingar frá Myllunni og heitt var á könnunni fyrir gesti fundarins.