22554988_10155911820904124_6092720331765122264_n

Þann 23. október bauð Lögrétta til opins hádegisfundar með formönnum átta stærstu flokkanna samkvæmt þáverandi þjóðarpúlsi Gallup. Fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Miðflokknum, Flokki fólksins, Pírötum, Vinstri grænum, Viðreisn og Samfylkingunni kynntu sín framboð og helstu stefnumál og sátu að lokum fyrir spurningum.

Fundurinn var vel sóttur og heppnaðist einstaklega vel. Stofa M209 var þétt setin og var einnig hægt að fylgjast með fundunum í gegnum netið.

Stjórn Lögréttu þakkar öllum þeim sem fylgdust með fundinum og sérstakar þakkir fá formenn flokkanna fyrir að gera fundinn að veruleika. Fyrir áhugasama sem misstu af fundinum er hægt að sjá hann á eftirfarandi vefslóð: https://livestream.com/ru/kosningar2017/videos/164797422

Fyrir hönd stjórnar Lögréttu,
Iðunn Berta Magnúsdóttir