Málfundafélag Lögréttu stóð fyrir glæsilegu málflutningsnámskeiði í síðustu viku, 26. og 28. janúar. Vel tókst til, einstaklega fróðlegt og skemmtilegt. Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. og LL.M. sem er einn af eigendum Réttar lögmannsstofu og Fanney Hrund Hilmarsdóttir hdl. einnig af Rétti lögmannsstofu mættu þann 26. Janúar og sögðu frá reynslu sinni af málflutningi, gáfu ráðleggingar og svöruðu spurningum.

Kvöldið 28. Janúar komu Magnús Hrafn Magnússon hrl. frá Mandat lögmannsstofu og Stefán A. Svensson hrl. LL.M. einn af eigendum Juris. Þeir komu með skemmtisögur og svöruðu ýmsum spurningum ásamt því að gefa góð ráð.