Föstudaginn 4. september sl. byrjuðu laganemar á því að fara í vísindaferð í Ölgerðina. Svo var ferðinni heitið á Lögréttuleikana 2015, en þeir eru undankeppni fyrir Ólympíuleika HR.
Á Lögréttuleikunum var árlega ræðukeppnin á sínum stað, en hún var ekki eins formleg og sl. ár og gátu allir tekið þátt. Umræðuefnin voru dregin á staðnum og höfðu ræðumenn stuttan tíma til undirbúnings og einungis 45 sekúndur til þess að sannfæra áheyrendur. Um var að ræða útsláttarkeppni og voru veglegir vinningar fyrir sigurvegarann, en Hannes Guðmundsson nemandi á 1.ári sigraði keppnina í ár.
Einnig var keppt í öðrum greinum svo sem limbó, þar sem Elín Helga Sveinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari og bjórþamb sem Garpur Fletcher vann.