Lögfræðiþjónusta Lögréttu

Lögfræðiþjónusta Lögréttu


Hjá Lögfræðiþjónustu Lögréttu veita laganemar á þriðja, fjórða og fimmta ári, almenningi lögfræðiráðgjöf að kostnaðarlausu og öðlast með því dýrmæta reynslu. Hægt er að hafa samband með því að senda fyrirspurn á logrettalaw@logretta.is. Starfsemin hefst í september ár hvert og stendur fram í byrjun maí, að undanskyldum prófatímabili laganema. Þess má geta að laganemar eru bundnir þagnarskyldu við störf sín. Skattadagurinn er árlegur viðburður á vegum Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Þá getur almenningur komið og fengið aðstoð við útfyllingu skattframtala.


Framkvæmdastjóri
Júlía Vilborg Stephensen Sigurðardóttir