Upphitun og kynning fyrir Humarhátíðina var haldin 1. október í hádegishléinu þar sem meðlimum Lögréttu var boðið í pizza veislu Dominos. Þemað í ár var Great Gatsby. Hin árlega Humarhátíð Lögréttu var haldin hátíðleg með pompi og prakti þann 9. október sl. Um 100 kátir laganemar fóru með rútum frá HR kl. 18:00 og við komuna á Rauða Húsið beið glæsilegur fordrykkur. Matseðill kvöldsins samanstóð af rjómalagaðri humarsúpu í forrétt og upplyftum humri með salati og hvítlaukssmjöri í aðalrétt. Að lokum var boðið upp á kaffi, te og konfekt. Veislustjóri kvöldsins var Auðunn Blöndal og Jón Jónsson kom svo og lék ljúfa tóna. DJ-Baldur þeytti skífum frameftir kvöldi. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð.