Þann 15. október nk. verður árshátíð Lögréttu haldin á Blik Bistro & Grill. Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Stefán A. Svensson.

Matseðill kvöldsins er afar glæsilegur. Í forrétt verður boðið upp á forréttaplatta sem inniheldur hráskinku, tígrisrækjur í sítrussalsa, brauð, tapenade og aioly sósu (salat vegan valmöguleiki). Í aðalrétt verður boðið upp á nautalund með Hasselback kartöflu, rótargrænmeti og villisveppasósu (innbakað blómkálsbuff vegan valmöguleiki). Í eftirrétt verður boðið upp á súkkulaði brownie, ávaxtasalat, þeyttan rjóma, kókostoppar og vatnsdeigsbollur.

Dagskrá kvöldsins hefst formlega kl. 19:30 og mun Dj Sílantró bjóða ykkur velkomin. Í kjölfarið stígur Stefán A. Svensson veislustjóri á svið. Veglegir happdrættisvinningar verða veittir. Því næst mætir Ari Eldjárn uppistandari. Að lokum munu Clubdub og Dj Dóra Júlía trylla lýðinn.

Hlökkum til að sjá ykkur!

f.h. stjórnar Lögréttu,
Birta María Sigmundsdóttir

Árshátíðin er í samstarfi við Lagastoð, BBA/FJELDCO, Magna lögmenn, Logos, Advel lögmenn og Rentaparty.