Fjölskyldudagur SFHR var 17.október frá kl. 11-14 í HR. Ýmsar þrautir tengdar deildum skólans voru í boði, Sirkus Íslands var með skemmtiatriði og pylsur voru í boði Stúdentafélagsins fyrir gesti, gangandi og skríðandi.
Börnin fengu tækifæri til að klæðast lögmannskikkjum og koma að lagasetningu en laganemar aðstoðuðu börnin að búa til „lög barnanna“. Hvert og eitt barn fékk að búa til eina reglu sem allir í heiminum áttu að fara eftir. Einlæg, frumleg & skemmtileg lagasetning.