1. tölublað 11. árgangs Tímarits Lögréttu kom út í byrjun október.
Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um tjáningarfrelsið og hatursorðræðu bæði greinar og viðtöl.
Tjáningarfrelsi hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár og þá sér í lagi vegna þeirra óskýru marka sem liggja milli friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Í blaðinu er ýmsum sjónarmiðum velt upp og tekið á áhugaverðum álitaefnum í tengslum við tjáningarfrelsi. Þessi útgáfa er því ákaflega viðeigandi viðbót í lögfræðilega umræðu á Íslandi.
Eftirfarandi greinar og viðtöl eru í 1. Tölublaði 11. Árgangs:
Elfa Ýr Gylfadóttir og Karl Axelsson – Mikilvægi faglegrar blaða- og fréttamennsku og hugleiðinga um það aðhald sem við veitum henni
Dr. Róbert H. Haraldsson – „Ég er Charlie en .. „ – Um tjáningarfrelsi og trúarsannfæringu
Róbert R. Spanó – „Er mér ekki frjálst að tjá hatur mitt á þér og öðrum?“
Rætt við Björgu Thorarensen,Gunnar Inga Jóhannsson og Pál Þórhallsson
Annað efni:
- Eiríkur Elís Þorláksson – Útilokun erlendra regla frá íslenskum rétti
- Dr. Guðmundur Sigurðsson – Er breytinga þörf á íslensku siglingalögunum?
- Ómar Berg Rúnarsson – Hvers konar stofnunum er heimilt að biðja EFTA-dómstólinn um ráðgefandi álit?
Tímaritið hefur vakið mikla athygli, sérstaklega hjá fjölmiðlafólki.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/07/rett_ad_refsa_eda_raeda_malin/
http://www.ruv.is/frett/domsmal-gegn-fjolmidlafolki-fleiri-her