Málflutningsteymi Háskólans í Reykjavík, sem samanstendur af sex laganemum, vinnur nú hörðum höndum við undirbúning fyrir Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot, málflutningskeppni á sviði gerðardómsréttar og alþjóðlegra lausafjárkaupa. Um er að ræða eina stærstu málflutningskeppni heims sem haldin er í Vínarborg frá 17. til 25. mars n.k. en í ár taka 333 háskólar þátt. Nánari upplýsingar um keppnina sjálfa má finna á heimasíðu keppninnar: https://vismoot.pace.edu/
Liðsmenn eru Birkir Már Árnason, Gísli Rúnar Gíslason, Jón Orri Kristinsson, Reynir Þór Garðarsson, Tuisku Kolu og Tryggvi Rúnar Þorsteinsson. Þjálfari er Garðar Víðir Gunnarsson
Lið Háskólans í Reykjavík ætlar sér stóra hluti í ár og hefur því skráð sig í tvær æfingakeppnir fyrir aðalkeppnina, annars vegar í Stokkhólmi og hins vegar í Búdapest. Að baki liggur langur og strangur undirbúningur allt frá ágúst 2015. Markmið þeirra með þátttökunni er að öðlast dýpri skilning og reynslu á umræddum réttarsviðum. Þessi réttarsvið eru vaxandi hérlendis og mun þátttakan vonandi koma til með að nýtast þeim atvinnulífinu þegar út á vinnumarkaðinn er komið.
Liðið nýtur engra fastra styrkja og þurfa þátttakendur að fjármagna þátttöku sína sjálfir. Kostnaðurinn er fyrst og fremst ferða- og gistikostnaður. Sem fyrr segir er liðið skipað sex þátttakendum og er áætlaður heildarkostnaður liðsins vegna málflutningskeppninnar áætlaður nærri kr. 1.000.000.
Sjáir þú þér fært að styrkja okkur biðjum við þig um að leggja inn á reikning: 0101-05-263952, kt. 1101902129 með skýringu um að innlögn sé styrkur.
Happdrætti
Vinningar
1. Daniel Wellington úr með leðuról í boði Úr & Gull (andvirði kr. 32.900)
2. Persónuverndarlög – Skýringarrit eftir Sigrúni Jóhannesdóttur í boði Fons Juris (andvirði kr. 16.500)
3. Gjafabréf í smurningu hjá Smurstöðinni Klöpp (andvirði kr. 10.000).
4. Svartur Omaggio vasi í boði Líf & List (andvirði kr. 7.750)
5. Bókavinningur í boði Almenna Bókafélagsins (Jón Steinar Gunnlaugsson – Í krafti sannfæringar) (kr. 6.295)
6. Bombay Sapphire Gin flaska (andvirði kr. 5.099)
7. Kassi af Stella Artois (330cl dósir) í boði Lögréttu (andvirði kr. 7.656)
8. Kassi af Cider Rekorderlig (330cl dósir) í boði Lögréttu (andvirði kr. 7.176)
9. Kassi af Cider Rekorderlig (330cl dósir) í boði Lögréttu (andvirði kr. 7.176)
10. Gjafabréf frá Tandur
11. Gjafabréf á Subway (6 bátar)
12. Gjafabréf fyrir tvo á Hornið (bestu pizzur í bænum)
13. Kampavínsflaska
14. Chest og tricep æfing með Oddi Valssyni, skafnasta laganema landsins. Oddur fer með vinningshafa í ræktina og kennir honum eða henni helstu handtökin. Að átökunum loknum mun Oddur bjóða upp á prótein shake og góð ráð við almennri vöðvauppbyggingu. Dagsetning verður ákveðin í samráði við Odd. (kr. ómetanlegt)
Að kaupa miða
Til að kaupa miða skal leggja inn á reikning liðsins, 0101-05-263952 kt. 110190-2129.
5 miðar – kr. 3000.
3 miðar – kr. 2000.
1 miði – kr. 1000.
Vart þarf að taka fram að heimilt er að kaupa eins marga miða og hugurinn girnist.
Fyrirkomulagið er eftirfarandi:
Miðasala hefst mánudaginn 29. febrúar kl. 17:00 og lýkur föstudaginn 4. mars kl. 23:59.
Dregið verður úr keyptum miðum kl. 12:00 laugardaginn 5. mars. Upptaka af útdrættinum verður birt hér á facebook að útdrætti loknum og í kjölfarið verður haft samband við vinningshafa.
Ef keyptir eru 5 miðar, fer nafn kaupanda fimm sinnum í pottinn.
Ef keyptir eru 3 miðar, fer nafn kaupanda þrisvar sinnum í pottinn.
Ef keyptur er 1 miði, fer nafn kaupanda einu sinni í pottinn.
Fyrirvari: Til þess að happdrættið muni eiga sér stað þurfa a.m.k. 100 miðar að seljast.