Hinn árlegi Lögréttu vs. Orator dagur fór fram með glæsibrag þann 7. mars síðastliðinn. Dagskráin var stútfull af spennandi keppnum og viðburðum.
Keppnin hófst með fótboltaleik þar sem Lögrétta hafði betur og tryggði sér fyrstu stig dagsins. Næst var komið að brenniboltanum, þar sem lið Orators tók stig til baka. Að loknum fyrri hluta dags stóðu leikar í 2-1 fyrir Lögréttu.
Eftir hádegi var haldið í sameiginlega vísindaferð með Orator til Logos lögmannsstofu, þar sem keppt var í pílu. Þrátt fyrir harða keppni fór sigurinn að þessu sinni til starfsmanns Logos, sem þýðir að strangar æfingar verða teknar fyrir næsta ár! Á sama tíma fóru nemendur af 1. og 2. ári í vísindaferð til Justikal.
Þegar vísindaferðunum lauk tóku nemendur stefnuna á stærsta viðburð dagsins, spurninga- og ræðukeppnina. Keppnin var gífurlega spennandi, þar sem Orator sigraði spurningakeppnina og tryggði sér mikilvæg stig í heildarkeppninni. Að lokum réðust úrslitin í hinu æsispennandi ræðukeppni!
Ræðurnar voru stórkostlegar og hörkuspennandi. Lögréttu tókst að tryggja sér 4-3 sigur og því sigurvegari viðureignarinnar árið 2025!
Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt fyrir hönd Lögréttu og sérstakar þakkir fær auðvitað stuðningsmannateymið! Einnig viljum við færa stjórn Orators innilegar þakkir fyrir faglegt og skemmtilegt samstarf í aðdraganda og á meðan keppnin stóð yfir.
Þetta var ROSALEGT og verður seint gleymt þegar nafn Lögréttu var kallað í púltinu!
Sigursveit Lögréttu 2025
Spurningalið: Einar Freyr Guðmundsson, Sævar Þór Sveinsson og Sara Lind Finnsdóttir
Ræðulið: Ísak Leon Júlíusson og Urður Vala Guðmundsdóttir




Með bestu kveðju,
Stjórn Lögréttu