Framboð 2016

Formaður

frosti

Ég býð mig fram til embættis formanns Lögréttu. Ég tel mig búa yfir kostum svo sem stundvísi, dugnaði og áræðni, sem geta nýst vel til við að gæta hagsmuna og velferðar laganema sem er einn mikilvægasti tilgangur lögréttu og mun ég beita mér hvívetna til að ná þeim markmiðum fram.

Undanfarið ár hef ég verið í skemmtinefnd lögréttu og tekið þátt í að skipuleggja hina ýmsu viðburði á vegum lögréttu. Þá var ég einnig fulltrúi Lögréttu í hinni svokölluðu ólympíunefnd sem skipulagði ólympíuleika háskólans í Reykjavík.

Undirritaður

Frosti Haraldsson

______

erna lefis

Sælir samnemendur

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Lögréttu. Ég tel mig hafa allt sem þarf til að gegna embættinu og því tók ég saman helstu störf sem ég hef tekið mér fyrir hendur síðastliðin ár.

  • Aðstoðarþjálfari hjá Dale Carnegie fyrir 21-25 ára.
  • Málfundafélag SFHR 2015 – 2016
  • Lagabreytingarnefnd SFHR 2015 – 2016
  • Trúnaðarmaður 1. árs nemenda í lagadeild HR 2014 – 2015.
  • Hagsmunaráð Lögréttu 2014 – 2015.
  • Stjórn ESN í HR og félagi skiptinema 2015 – 2016.
  • Útskrifaðist af viðskiptafræðibraut úr Verzló vorið 2013.
  • Flutti til Spánar í eitt ár eftir útskrift og lærði þar spænsku.
  • Framkvæmdarstjóri í fyrirtæki á vegum ungra frumkvöðla. Við fengum verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina og ársreikning.
  • Ég hef starfað með skóla sem sjóðstjóri í Hagkaupi.
  • Nú vinn ég á bókasafni í Verzló eitt kvöld í viku.

Ég efast ekki um að þessi reynsla muni nýtast mér vel í embætti formanns en ég er mjög skipulögð og legg mig 100% fram við það sem ég tek mér fyrir hendur.

Síðasta sumar fékk ég styrk til að fara í sumarskóla í Danmörku á vegum HR. Þar tók ég áfanga sem heitir alþjóðleg samskipi og því er ég í færri áföngum á þriðja ári, sem gerir það að verkum að ég get einbeitt mér frekar að félagsstörfum.

Markmið mitt sem formaður Lögréttu er að leggja mikinn metnað í allt starf félagsins og að nemendafélagið verði rekið á núlli og að félagsgjöldin skili sér aftur til félagsmanna í formi skemmtunnar og fróðleiks. Einnig er mikilvægt að félagið reyni að afla styrkja og auglýsingatekna svo að við fáum sem mest út úr aðild að félaginu.

Mér hefur gengið mjög vel í laganáminu og finnst mér ekkert skemmtilegra en að hafa nóg að gera og þess vegna er ég tilbúin að takast á við fleiri ný og spennandi verkefni á komandi skólaári.

Kveðja,

Erna Leifsdóttir

 

Varaformaður

baldvin

Komiði sæl.

Baldvin heiti ég og hef ákveðið að gefa kost á mér sem varaformaður Lögréttu. Ég er 24 árs gamall Skagamaður og er að klára mitt annað ár við lagadeild skólans.

Ég hef áður sinnt ýmsum félagsstörfum en þar ber helst að nefna að ég hef um árabil setið í stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi og er auk þess starfandi varaformaður.

Ég er duglegur og samviskusamur einstaklingur og mun eftir bestu getu reyna að gera vel í þágu allra meðlima Lögréttu.

Með vinsemd og virðingu,

Baldvin Már Kristjánsson.

______

birta

Kæru samnenmendur,

Birta heiti ég og hef ákveðið að bjóða mig fram til varaformanns Lögréttu tímabilið 2016-2017.

Ég er að klára mitt annað ár í lögfræði en ásamt því æfi ég frjálsar með Ármanni

Ég var einnig meðlimur í Skemmtinefnd Lögréttu síðastliðið kjörtímabil svo ég tel mig hafa ágæta reynslu af nefndar- og stjórnarstörfum og tilbúin í meira!

Ég er gríðarlega metnaðarfull, skipulögð og er tilbúin í að leggja mig alla fram við þetta starf!

Ég tel mig hafa allt sem þarf til að gegna embættinu, gæta hagsmuna allra í félaginu, passa að fólk fái sem mest út úr Lögréttu og seinast en ekki síst að gera félagsstörfin á næsta ári ógleymanleg og MJÖG skemmtileg

Peace out!

Birta Sif

_______

andrea

Andrea Björk heiti ég og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti varaformanns Lögréttu.

Ég er hreinskilin, dugleg og skipulögð 21. árs stelpa úr Garðabæ. Ég er að klára mitt annað ár í lögfræðinni í vor og er sitjandi fréttaritari Lögréttu. Þar fékk ég innsýn í starf félagsins en langar að taka virkari þátt í mótun þess og þess vegna sækist ég eftir starfi varaformanns.

Sem varaformaður vil ég vera tengiliður nemenda og stjórnar, að allir sjái sér fært að koma góðum hugmyndum og skoðunum á framfæri. Ég tel mig vera öllum þeim kostum gædd að takast á við þetta embætti en hlutverk varaformanns er meðal annars að rita fundargerðir stjórnarfunda og hafa umsjón með heimasíðu félagsins, en sem sitjandi fréttaritari hef ég reynslu í þeim efnum.

Mig langar að gera næsta ár sem skemmtilegast og eftirminnilegast fyrir ykkur og þess vegna býð ég mig fram.

Kær kveðja,

Andrea

Gjaldkeri

fribbi

Ég Friðbert eða Fribbi, oft kenndur við plöntuna Kactus, gef kost á mér sem gjaldkera Lögréttu. Ég er 21 árs og er að ljúka mínu öðru ári hér við skólann.

Þar sem gjaldkeri fer með umsjón yfir fjármálum félagsins er mikilvægt að hann sé bæði heiðarlegur og ábyrgur, sem ég tel mig vera. Ég er keppnismaður og legg fullan metnað í allt sem ég tek að mér, hvortsem það er í námi eða starfi.

Sem gjaldkeri mun ég leggja ríka áherslu á skilvirka öflun styrkja sem mun bæta starfsemi félagsins og auka gæði viðburða.

Kv.

Friðbert Þór Ólafsson

______________

svavar

Ég Svavar Daðason sækist hér með eftir endurkjöri sem gjaldkeri Lögréttu.

Undirritaður hefur á undanförnum árum öðlast víðtæka reynslu á rekstri  og stjórnun en frambjóðandi hefur bæði gengt stöðu umsjónarmanns hjá Icelandair og deildarstjóra hjá Securitas ásamt því að reka eigið fyrirtæki í Bandaríkjunum. Frambjóðandi sat í stjórnum nemendafélaga 4 ár í röð í mismunandi embættum s.s. fulltrúi í nýnemaráði, ritari, framkvæmdastjórn söngleikja, rekstrarstjóri sjoppurekstrar og fulltrúi nemenda viðskiptadeildar. Þá hefur frambjóðandi lokið áföngum í viðskiptagreinum á framhaldsskólastigi með góðum árangri ásamt því að hafa starfað við aðalbókhald/fjárhagsbókhald hjá Icelandair. Frambjóðandi mun leitast við að halda aga á fjármálum félagssins og stuðla að því að gera bókhald félagssins skilvirkara og gegnsærra.

Ég tel að sú reynsla sem ég hef öðlast undanfarin ár muni koma Lögréttu að góðu gagni og verða félaginu til framdráttar.

Með von um áframhaldandi ánægjulegt samstarf og stuðning í komandi kosningum.

Virðingarfyllst,

Svavar Daðason

Skemmtinefnd

skemmtó

Eva Rós Haraldsdóttir heiti ég og er 22 ára Suðurnesjamær á 1.ári í Lögfræði. Ég ætla að bjóða mig fram í embætti formanns skemmtinefndar. Meðframbjóðendur mínir eru Dagný Alma Jónasdóttir, Iðunn Berta Magnúsdóttir og Telma Fanney Magnúsdóttir. Við viljum leggja áherslu á betri mætingu í vísindaferðir (Kokteila) og almennt meira “PEPP” í nemendafélagið. Í vetur fannst okkur frekar léleg mæting í frábæra Kokteila og var það því hálf leiðinlegt að sjá fyrir þá sem voru mjög spenntir. Við viljum virkja nýnemana um leið og þeir byrja í skólanum með því að sjá til þess að þeir verða strax, á fyrsta degi, með á nótunum í félagslífinu. Einnig stefnum við að því að taka inn nýnema í skemmtinefnd næsta haust og gefa þeim þannig tækifæri á nefndarsetu á sínu fyrsta ári.

Virðingafyllst

Eva Rós Haraldsdóttir

Málfundafélag

málfó

Hannes Guðmundsson heiti ég og er 21 árs laganemi á 1. ári hér við Háskólann í Reykjavík. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti formanns Málfundafélags Lögréttu en meðframbjóðendur mínir eru Lilja Kristjánsdóttir, Kristján Óli Ingvarsson og Jón Garpur Fletcher, laganemar á 1. ári. Við viljum leggja áherslu á öflugt starf Málfundafélagsins með því að halda reglulega viðburði á vegum félagsins sem stuðla að fjölbreyttri, gagnlegri og síðast en ekki síst áhugaverðri umræðu um lögfræðileg álitamál, með það að leiðarljósi að álitamálin séu í takt við þjóðfélagsumræðuna á hverjum tíma. Ræðumennska, umræða um þjóðfélagsmál og viðfangsefni sem tengjast starfi Málfundafélagsins heilla okkur mjög og tel ég því að við getum unnið gott starf af hendi.

Virðingarfyllst, Hannes Guðmundsson

 

Lögfræðiþjónusta

 

3

 

Kæru samnemendur

Ég heiti Tinna Dögg Guðlaugsdóttir og gef kost á mér sem framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu 2016, ásamt þeim Örnu Hrönn Ágústdóttur og Karen Björnsdóttur. Við erum allar í meistaranámi við lagadeildina en við útskrifuðumst í janúar 2015 með B.A. gráðu. Okkar markmið er bæta og efla Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Þá viljum við einnig leggja áherslu á að auka sýnileika þjónustunnar.

Ég hef sjálf reynslu af lögfræðiþjónustunni en ég var sjálfboðaliði árið 2014.  Í fyrra tók ég sæti í stjórn SFHR sem hagsmunafulltrúi, er í framkvæmdastjórn SFHR og Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Þá var ég yfir lagabreytinganefnd SFHR, auk þess sem ég er varamaður í stjórn LÍN. Áður en ég settist á skólabekk til að til að nema lögfræði þá hafði ég unnið hjá VR í sex ár, þar sem af tvö ár sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu. Þá lauk ég einnig diplóoma í starfsmannahaldi og stjórnun frá HR. Síðastliðin fjögur sumur hef ég unnið hjá Sýslumanninum í Kópavogi og Hafnarfirði, bæði við útgáfu vegabréfa og í þinglýsingum. Síðasta haust var ég í starfsnámi hjá Sérstökum saksóknara.

Ég er að austan,  – í orðsins fyllstu merkingu, en ég er fædd í Indónesíu og ættleidd þaðan. Ég ólst upp á Djúpavogi og flutt í bæinn þegar ég fór í Verzlunarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég 2003. Ég á tvær stelpur, 8 og 10 ára  og einn hund.

1

Karen Björnsdóttir

Karen er Vestfirðingur í húð og hár, en hún er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún útkrifaðist frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2011. Við útskrift í B.A í janúar 2015 var dúx. Síðastliðið sumar hóf Karen störf hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur og hefur unnið þar samhliða námi. Þá hefur hún auk þess starfað á fjársýslusviði Landspítalans. Karen hefur annast lesshópa í grunnnáminu og séð um námskeið í eignarrétti. Karen er gift og á tvo stráka, 8 ára og nýfæddan, og einn hund.

2

Arna Hrönn Ágústsdóttir

Arna útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands vorið 2009 af hagfræðibraut. Hún byrjaði í BA námi í lögfræði í HR haustið 2009, en tók sér pásu í miðju námi og flutti til Suður-Frakkland. Hún útskrifaðist síðan með BA gráðu í janúar 2015. Hún er nú nemi á 1. ári í mastersnámi og stefnir á að útskrifast vorið 2017 af alþjóðasviði. Arna vann lengst af sem þjónustufulltrúi hjá Landsbankum, frá árunum 2007-2012. Þá hefur hún reynslu af félagsstörfum bæði frá menntaskólaárum og er sjálfboðaliði hjá Lögfræðiþjónustu Lögréttu í vetur. Arna er í sambúð og á eins árs gamlan strák.

_____

þórdís

Þórdís Ólöf Viðarsdóttir gefur kost á sér til framkvæmdastjóra Lögfræðiþjónustu Lögréttu og hefur með sér á lista þrjár öflugar konur til að efla og viðhalda góðu starfi lögfræðiþjónustunar. Þórdís er á 33 aldursári og er sveitastelpa frá Suðurlandi. Nemandi á þriðja ári við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Viðurkenndur bókari frá sama skóla. Þórdís er sjálfboðaliði lögfræðiþjónustu Lögréttu á þessu starfsári og er þaulvön félagsstarfi þar sem formenska og gjaldkerastörf koma við sögu. Er óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir og tekur þeim ávallt fagnandi.

marta

Marta B. Matthíasdóttir Reykvíkingur á 23 ára aldursári. Er nemandi á þriðja ári við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2012. Hrossaunnandi, sem þjálfar, temur og keppir sér til ánægju. Samviskusöm og metnaðarfull. Þykir einkar gaman að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Var auk þess laganemi hjá Draupni Lögmannsþjónustu sumarið 2015.

anita

Aníta Rögnvaldsdóttir er Selfyssingur á 24 aldursári. Er nemandi á þriðja ári við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurlands. Orkubolti sem hrífur alla sem vilja með sér. Leggur metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem í leik eða starfi. Skipulag er það sem hún hefur tileinkað sér í öllum þeim áskorum sem á vegi hennar verður sem og að hafa ávallt gaman af því sem lífið hefur upp á að bjóða.

alexandra

Alexandra Arnarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur en býr á Selfossi. Útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurlands af viðskipta- og hagfræðibraut. Er á þriðja ári. Mikinn áhuga á félagsstörfum og takast á við metnaðarfull verkefni. Er í útgáfunefnd tímarits Lögréttu og hefur því reynslu af félagsstörfum hjá Lögréttu. Hestaunnandi eins og Marta. Er mjög skipulögð og samviskusöm.

Fréttaritari

birgitta

Ég heiti Birgitta Saga Jónsdóttir og er laganemi á öðru ári. Síðast liðið skólaár hef ég setið í lagabreytinganefnd SHFR. Ég býð mig fram sem fréttaritari Lögréttu sökum þess að ég tel mikilvægt að styrkja lagadeildina og gera hana sýnilegri með málefnalegri og virkri umfjöllun um Lögréttu og önnur mikilvæg málefni.

 

Tímarit Lögréttu

diljá

Komiði sæl,
Býð ég mig fram sem útgáfustjóra Tímarits Lögréttu skólaárið 2016-2017 ásamt þessum yndislegu stelpum í útgáfustjórn.
Ég hef verið mjög virk í starfi nemendafélagsins undanfarin ár og hef sinnt í verkefnum fyrir lagadeildina og skólann. Á mínu fyrsta ári í deildinni sat ég í útgáfunefnd Tímarits Lögréttu. Ég hef einng setið í stjórn ESN Reykjavik (Erasmus Student Network), farið í heimsóknir í menntaskóla og kynnt Háskóla Reykjavíkur. Á þessu skólaári sit ég í stjórn Lögréttu og gegni starfi Skemmtanastjóra félagsins.
Við teljum það mikilvægt að nemendafélagið starfi sem góð heild og sé aðgengilegt fyrir alla nemendur. Við erum tilbúnar að leggja okkur allar fram við að sinna þessu verðuga verkefni og vonast því eftir stuðningi ykkar og trausti.
Diljá Helgadóttir
Ásta Magnúsdóttir Njarðvík
Hilma Ósk Hilmarsdóttir
Theodóra Fanndal Torfadóttir