Aðalfundur Lögréttur var haldinn þriðjudaginn 17. maí í stofu M103 kl. 17:00.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Stjórn félagsins gerði grein fyrir störfum sínum
2. Stjórn félagsins lagði fram reikninga félagsins
3. Lagabreytingar
4. Ný stjórn tók við
5. Önnur mál
Hér er að finna upplýsingar um lið 3 og 4.
- Lagabreytingar:
Eftirfarandi lagabreytingar voru samþykktar:
Fréttaritari:
Fréttaritari á að sjá um að flytja fréttir af starfi Lögréttu eða öðrum málefnum sem tengjast félaginu. Útgáfa fréttaritara birtist laganemum á annaðhvort pappírs- eða rafrænu formi.
Fréttaritari situr ekki í stjórn félagsins. Varaformaður, sem situr í stjórn félagsins, ritar fundargerðir stjórnarfunda og er tengiliður Lögréttu við önnur félög laganema, innlend sem erlend. Varaformaður hefur umsjón með heimasíðu félagsins, www.logretta.is, svo og umsjá aðsendra bréfa þ.e. sér um tölvupóst félagsins logretta logretta.is. Þá sendir varaformaður reglulega út tilkynningar til laganema. Varaformaður er öllum stjórnarmönnum innan handar og veit alltaf hvað er í gangi í félaginu hverju sinni á meðan fréttaritari hefur ekki eins góða innsýn inn í starfsemi félagsins og þarf annað hvort að mæta á alla viðburði og flytja fréttir af þeim eða fá upplýsingar frá stjórninni um viðburðina svo hægt sé að flytja fréttir. Af reynslu okkar teljum við stöðu fréttaritara ekki nauðsynleag og verkefni hans skarast í raun á við hlutverk varaformanns. Mat okkar var að leggja stöðu fréttaritara niður.
Hins vegar má benda á að á vegum félagsins er nefnd sem gefur út Taktinn. Takturinn er létt og skemmtilegt tímarit sem endurspeglar félagslíf lagadeildarinnar ásamt því að innihalda hagnýtar ráðleggingar varðandi námið, lífið og veginn.
Breytingartillagan:
- Staða fréttarita verði lögð niður með eftirfarandi breytingum
Fréttaritara og fréttaritari fellur niður í 21. gr.
Eftir breytingu:
Komi fram tillaga um vantraust á stjórn eða einstaka stjórnarmeðlimi, ritnefnd eða einstaka ritnefndarmeðlimi, málfundarfélag eða einstaka málfundarfélagsmeðlimi, skemmtinefnd eða einstaka skemmtinefndarmeðlimi eða framkvæmdastjóra eða meðstjórnanda Lögfræðiþjónustu Lögréttu skal stjórn boða til félagsfundar, með tryggilegum hætti, innan tveggja vikna frá þeim tíma er tillagan barst til stjórnar. Fundurinn er lögmætur ef einn þriðji hluti félagsmanna mætir. Tillagan hlýtur samþykki ef þrír fjórðu hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði. Hljóti tillaga samþykki telst viðkomandi stjórn, nefnd eða embættismaður hafa látið af embætti að fundinum loknum og skal fundarstjóri boða til aukafundar innan tveggja vikna, með viku fyrirvara hið minnsta, með tryggilegum hætti. Á þeim fundi skal kjósa stjórn eða embættismann, sem gegnir embætti fram að næsta aðalfundi. Meirihluti atkvæða ræður kosningu. Framboð til stjórnar skal berast fundarstjóra fyrir upphaf fundar. Ákvæði þessarar greinar gilda einnig, eftir því sem við á, ef embættismenn Lögréttu segja af sér.
Stjórn eða einstakir stjórnarmeðlimir, ritnefnd eða einstakir ritnefndarmeðlimir, málfundafélag eða einstaklir málfundarfélagsmeðlimir, skemmtinefnd eða einstakir skemmtinefndarmeðlimir eða framkvæmdastjóri eða meðstjórnendur Lögfræðiþjónustu Lögréttu skulu: Sinna störfum sínum af kostgæfni, stunda heiðarleg vinnubrögð, vekja traust og virðingu út á við og leitast við að styrkja samstarf og samstöðu félagsmanna Lögréttu. Jafnframt skal hver stjórnarmeðlimur skila greinagóðri skýrslu um störf sín fyrir félagið.
- Embætti fréttaritara Lögréttu fellur niður í 25. gr.
Eftir breytingu:
Kosningarétt hafa allir félagsmenn. Kjörgengi hafa allir þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld, nema annað komi fram í lögum þessum. Framboð skulu vera skrifleg og undirrituð eða staðfest í gegnum skólanetfang frambjóðanda. Kosningar til embætta Lögréttu skal halda í mars ár hvert. Tilkynna skal niðurstöður kosninanna í síðasta lagi viku eftir að lokað hefur verið fyrir kosningar. Auglýsa skal eftir framboðum minnst 20 dögum fyrir fyrsta kjördag. Framboðsfrestur er 10 dagar fyrir fyrsta kjördag. Kosið er í embætti stjórnar, til ritnefndar og Málfundafélags Lögréttu ásamt skemmtinefnd Lögréttu. Að auki er kosið í embætti tveggja til fjögurra fulltrúa Lögréttu í framkvæmdaráði Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Hver frambjóðandi má einungis bjóða sig fram í eitt embætti innan félagsins.
Fréttaritari og fréttaritara fellur niður í 43. gr. og í staðinn kemur varaformaður og varaformanns.
Eftir breytingu:
Varaformaður sér um að flytja fréttir af starfi Lögréttu eða öðrum málefnum sem tengjast félaginu. Útgáfa varaformanns birtist laganemum á annaðhvort pappírs- eða rafrænu formi.
Við undirbúning á nýrri heimasíðu félagsins kom margt skemmtilegt ljós enda mikil vinna að baki að skrá sögu félagsins o.fl. Fáir könnuðust við Menningarsjóð Lögréttu sem að félagið átti að starfrækja samkvæmt lögum félagsins en samþykktir sjóðsins fundust að lokum auk reikninga á kennitölu sjóðsins.
Tillaga stjórnar um að fella sjóðinn niður var reist á þeim grundvelli að starfsemi félagsins er umtalsverð samanborðið við önnur félög innan skólans og þó að tilgangurinn að baki sjóðsins sé virkilega góð þá töldum við að það væri óraunhæft fyrir nemendafélag að sjá um sjóðinn en óheimilt var að úthluta úr sjóðnum nema eign hans nemi minnst 2.000.000 kr. í ljósi þess að fyrri stjórnir höfðu ekki vitneskju um hann töldum við réttast að fella hann niður og rennur fé sjóðsins til Lögréttu sem mun nýtast félagsmönnnum öllum. Á aðalfundi var bent á að hlutverk Menningarsjóðs hafi upphaflega m.a. verið að vera einskonar varasjóður vegna útgáfu Tímarits Lögréttu og væri eðlilegt að Tímaritið myndi njóta góðs af þessu.
Breytingartillagan:
Menningarsjóður Lögréttu lagður niður
-
- gr. fellur niður
- gr. fellur niður
- Í 40 gr. fellur niður: og til menningarsjóðs Lögréttu, sbr. 47. Gr.
Eftir breytingu:
Hagnaði af útgáfustarfsemi skal ráðstafað í þágu Lögréttu.
- Sjóðir Menningarsjóðs Lögréttu renna til Lögréttu.
- Ný stjórn:
Erna Leifsdóttir – formaður
Baldvin Már Kristjánsson – varaformaður/ritari
Friðbert Þór Ólafsson – gjaldkeri
Diljá Helgadóttir – útgáfustjóri Tímarits Lögréttu
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir – framkvæmdastjóri Lögfróðs, lögfræðiþjónustu Lögréttu
Hannes Guðmundsson – formaður málfundafélags Lögréttu
Eva Rós Haraldsdóttir – formaður skemmtinefndar
Kær kveðja,
Stjórn Lögréttu 2015-2016