Árshátíð Lögréttu árið 2024 var haldin 2. nóvember sl.
Hátíðin var haldin í sal Gamla Bíós og var skipulagið þétt.
Sérstakar þakkir fá þau Stefán A. Svensson, Hulda María Stefánsdóttir og Margrét Einarsdóttir fyrir komu sína og frábæra veislustjórnun. Sannkallaður hápunktur kvöldsins!
Aron Can kom einnig upp á svið og tók nokkra hittara til að kynda undir áframhaldandi stemningu á meðal nemenda er haldið var niður í bæ.
Árshátíðin var mjög vel heppnuð og þakkar Lögrétta öllum þeim sem mættu og kættu upp á kvöldið.
Með kveðju,
Stjórn Lögréttu