Lögfræðiþjónusta Lögréttu hélt hinn árlega Skattadag þann 9. mars sl. Viðburðurinn, sem hefur fest sig í sessi sem mikilvægur liður í samfélagsþjónustu laganema, bauð upp á endurgjaldslausa aðstoð við skil á skattframtölum frá kl. 10 til 15.
Aðsóknin var afar mikil og tóku aðstoðarmenn dagsins dýrmæta reynslu sem mun án efa nýtast þeim í framtíðinni.
Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Gæðaendurskoðun og vakti töluverða athygli í fjölmiðlum. Auglýsingar um viðburðinn birtust meðal annars á fréttamiðlunum Vísi og Morgunblaðinu
Sjá nánar í fréttum hér:
Vísir
Morgunblaðið
Með bestu kveðju,
Framkvæmdastjórn lögfræðiþjónustu Lögréttu